Færsluflokkur: Bloggar
13.3.2007 | 15:08
3. blogg
Nú er komið að offitu..
Offita er að verða eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum vestrænna ríkja. Í Bretlandi þjást 15% karlmanna og 16,5% kvenna af offitu og þessu til viðbótar eru 43% karlmanna og 30% kvenna of þungir (tölur frá 1995). Um helmingur fólks er því of þungur í Bretlandi. Í Bandaríkjunum er ástandið mun verra og það er einnig mjög slæmt víða í Austur-Evrópu. Manneldisráð Íslands gerði könnun árið 1990 sem sýndi að 39% karla og 34% kvenna voru of þungir. Það sem er enn alvarlegra er að þetta vandamál versnar stöðugt og hratt. Ástandið er svo slæmt að sumir vilja líkja því við faraldur. Offita er alvarlegt ástand sem skerðir lífslíkur verulega og nýlegar rannsóknir hafa sýnt að líkur þeirra sem þjást af offitu á að deyja fyrir aldur fram eru um helmingi meiri en annarra.
Til að skilgreina kjörþyngd þarf að taka tillit til líkamshæðar. Nú er almennt farið að nota þyngdarstuðul (body mass index) sem er líkamsþyngdin í kg deilt með hæð í metrum í öðru veldi (kg/m2). Þyngdarstuðull yfir 25 táknar að viðkomandi sé of þungur og offita er til staðar ef þyngdarstuðull er yfir 30.
20.2.2007 | 14:31
2. blogg
Klamidía : Klamydíusýking orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis). Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mikið og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum.
smitleiðir klamidíu : klamydíusmit berst milli manna við snertingu slímhúða, venjulega við samfarir.
einkenni klamidíu : fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar.
Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni og við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1-3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits.
Einkenni kvenna eru aukin útferð (hvítur eða gulleitur, slímkenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir.
Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún getur blossað upp síðar af mismunandi orsökum, t.d. vegna annarra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum.
19.2.2007 | 13:42
1. blogg
Ég ætla aðeins að blogga um Ronaldinho sem er að mínu mati einn af bestu knattspyrnu mönnum í heiminum...
Hann heitir Ronaldo de Assis Moreira og var fæddur 21. mars 1980 í Porto Alegre. Hann er þekktur sem Ronaldinho Gaúcho eða bara Ronaldinho. Ronaldinho er frá Brasilíu en varð Spænskur ríkisborgari í janúar 2007. Ronaldinho er "Litli Ronald" á portúgölsku. Hann spilar með Barcelona(meistarar á spáni) á Spáni og Brasilíska landsliðinu.
Ronaldinho hefur verið valinn besti knattspyrnumaður í heimi tvisvar sinnum (2004, 2005) í FIFA World Player of the Year. Hann var líka valinn besti knattspyrnu maður í evrópu tvisvar (2005, 2006). En hann sjálfur sagði við FourFourTwo blaðið: "Mér finnst ég ekki einu sinni bestur í Barcelona."