Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
20.2.2007 | 14:31
2. blogg
Klamidía : Klamydíusýking orsakast af bakteríu (Chlamydia trachomatis). Þessi baktería getur sýkt bæði kynfæri og augu. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist mikið og vitað er að þúsundir einstaklinga hafa smitast hérlendis á undanförnum árum.
smitleiðir klamidíu : klamydíusmit berst milli manna við snertingu slímhúða, venjulega við samfarir.
einkenni klamidíu : fæstar konur og einungis helmingur karla fá einkenni klamydíusýkingar.
Einkenni karla eru útferð úr þvagrásinni (slímkenndur vökvi, glær, hvítur eða gulleitur) og stundum sviði og kláði í þvagrásinni og við þvaglát. Þessi einkenni koma oft fram 1-3 vikum eftir samfarir sem leiddu til smits.
Einkenni kvenna eru aukin útferð (hvítur eða gulleitur, slímkenndur vökvi frá leggöngum), sviði eða kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát, tíð þvaglát, óreglulegar blæðingar og stundum kviðverkir.
Einkenni geta horfið á fáeinum dögum hjá báðum kynjum og blundar þá sýkingin í langan tíma. Hún getur blossað upp síðar af mismunandi orsökum, t.d. vegna annarra sýkinga. Hægt er að bera klamydíusmit í langan tíma áður en sýkillinn breiðist út og byrjar að valda einkennum.
19.2.2007 | 13:42
1. blogg
Ég ætla aðeins að blogga um Ronaldinho sem er að mínu mati einn af bestu knattspyrnu mönnum í heiminum...
Hann heitir Ronaldo de Assis Moreira og var fæddur 21. mars 1980 í Porto Alegre. Hann er þekktur sem Ronaldinho Gaúcho eða bara Ronaldinho. Ronaldinho er frá Brasilíu en varð Spænskur ríkisborgari í janúar 2007. Ronaldinho er "Litli Ronald" á portúgölsku. Hann spilar með Barcelona(meistarar á spáni) á Spáni og Brasilíska landsliðinu.
Ronaldinho hefur verið valinn besti knattspyrnumaður í heimi tvisvar sinnum (2004, 2005) í FIFA World Player of the Year. Hann var líka valinn besti knattspyrnu maður í evrópu tvisvar (2005, 2006). En hann sjálfur sagði við FourFourTwo blaðið: "Mér finnst ég ekki einu sinni bestur í Barcelona."
Af mbl.is
Innlent
- Megum búast við rigningu, slyddu eða snjókomu
- Ökumaður undir áhrifum lenti í umferðaróhappi
- Brýtur upp ásýnd miðbæjarins
- Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár
- Andlát: Hrafnhildur Guðfinna Thoroddsen
- Búseti kærir Reykjavíkurborg
- Bjóða börnum og ungmennum frítt í sund
- Ég hef verið kjaftaskur mikill
- Sjö með þriðja vinning í EuroJackpot
- Eldur kom upp í ruslagámi í Skeifunni
Erlent
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér