Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

3. blogg

Nú er komið að offitu..

Offita er að verða eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum vestrænna ríkja. Í Bretlandi þjást 15% karlmanna og 16,5% kvenna af offitu og þessu til viðbótar eru 43% karlmanna og 30% kvenna of þungir (tölur frá 1995). Um helmingur fólks er því of þungur í Bretlandi. Í Bandaríkjunum er ástandið mun verra og það er einnig mjög slæmt víða í Austur-Evrópu. Manneldisráð Íslands gerði könnun árið 1990 sem sýndi að 39% karla og 34% kvenna voru of þungir. Það sem er enn alvarlegra er að þetta vandamál versnar stöðugt og hratt. Ástandið er svo slæmt að sumir vilja líkja því við faraldur. Offita er alvarlegt ástand sem skerðir lífslíkur verulega og nýlegar rannsóknir hafa sýnt að líkur þeirra sem þjást af offitu á að deyja fyrir aldur fram eru um helmingi meiri en annarra.

Til að skilgreina kjörþyngd þarf að taka tillit til líkamshæðar. Nú er almennt farið að nota þyngdarstuðul (body mass index) sem er líkamsþyngdin í kg deilt með hæð í metrum í öðru veldi (kg/m2). Þyngdarstuðull yfir 25 táknar að viðkomandi sé of þungur og offita er til staðar ef þyngdarstuðull er yfir 30.

 


Höfundur

Anna Sóley
Anna Sóley

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband